Listen

Description

Í hlaðvarpsþættinum Máltíð er fjallað um mat og matarmenningu á Íslandi. Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari hittir áhugaverða kokka og annað fagfólk úr matvælageiranum og skoðar matarmenninguna á veitingahúsum landsins. Hann heyrir líka í bændum, frumkvöðlum í matvælaiðnaði og eldheitu áhugafólki um mat. 

Fyrsti þátturinn er einskonar aðdragandi að því sem koma skal þar sem Hafliði ræðir um veitingamennskuna og deilir með hlustendum góðri sögu í aðdraganda jólanna. Verið velkomin í MÁLTÍÐ!