Áskell Þórisson skeggræðir um umhverfismál í víðu samhengi. Gestur í fyrsta þætti er Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hafdís hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu eftir tólf viðburðarík ár þar sem hún hefur ferðast víða og kynnst nemendum úr öllum heimshornum. Í viðtalinu segir hún m.a. frá starfsemi Landgræðsluskólans, gildi alþjóðlegrar samvinnu, áhrifum loftslagsbreytinga á landbótastarf og mikilvægi sjálfbærrar þróunar.