Annar þáttur af Sveitahljómi í umsjón Drífu Viðarsdóttur og Erlu Gunnarsdóttur er kominn í loftið. Að þessu sinni fjalla þær stöllur um texta í kántrílögum, þá sérstaklega sem snýr að ástinni. Einnig fá þær til sín góðan gest, Jóhann Örn Ólafsson dansara sem segir frá áhuga sínum á línudansi en hann hefur kennt þennan dansstíl í hátt í 30 ár hérlendis.