Einkunnarorð þáttarins eru STURLAÐ og KLIKKAÐ. Aldrei hefur efnið verið jafn mikið til umræðu, útúrdúra má telja á fingrum annarrar handar. Sennilega eru skáldskapur og raunveruleiki við það að renna saman í eitt, heimsendir er í nánd og við erum hræddar. Svo hvetjum við ykkur öll til að lesa LoveStar – annars er hætt við að þið ratið aldrei út úr því völundarhúsi sem okkur tókst að skapa í virkinu okkar.