Í þessum þætti verður aðeins brugðið út af vananum og í stað þess að ræða texta næsta sunnudags tölum við um sálmabækur að fornu og nýju, deilurnar um Leirgerði, um það þegar Matthías Jochumsson var lagfærður og um sálma á arabísku. Við fjöllum líka um túlkunar- og textafræði dægurlaga - var það Benóný eða Benjamín á ballinu og hvernig tengist það fyrstu Mósebók?