Það hlaut að koma að því - strákarnir eru báðir búnir með leikinn og ræða hann í þaula í drekkhlöðnum þætti. Það fylgir því miður höskuldarviðvörun með þættinum, við ræðum alla karaktera og söguþráð sem þýðir að ef þú vilt spila leikinn blint þá mælum við frekar með fyrri þættinum okkar um þennan ágæta leik.
Og hvílíkur leikur! Hann startaði árinu með stæl, fínasti opinheimsleikur með sjúklega flókinn söguþráð og nýstárlega spilun.
Við fylgjum Aloy hinni Rauðu í gegnum Vesturland þar sem hún hægt og rólega bjargar heiminum (aftur) og tekst á við fjölbreyttari og grimmari óvini en í fyrri leik.
Arnór Steinn og Gunnar fara yfir allt sem var gott, allt sem var ekki eins gott og ræða mögulega framtíð seríunnar. Hvert ætli Aloy fari næst?
Hvað fannst þér um Aldrei Fór Ég Vestur? Sendu okkur skilaboð!
Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Yay! Gjafakortaappsins.