Listen

Description

Þessi erfiða, erfiða spurning vaknar enn á ný: Af hverju er svona erfitt að gera góða tölvuleikjakvikmynd?

Við höldum áfram að safna upplýsingum með því að horfa á og gagnrýna Uncharted myndina sem kom út í vor.

Tom Holland leikur Nate og Marky Mark Wahlberg leikur Sully. Annar stendur sig vel og hinn stendur sig hrikalega.

Arnór Steinn og Gunnar ræða alla myndina eftir bestu getu, karaktera, plott, spennuatriði og hvort um sé að ræða góða útgáfu af Uncharted.

Þeir eru ekki alveg sammála um ágæti myndarinnar, en lenda þó á svipuðum slóðum. Höskuldarviðvörun fylgir þættinum, við spillum fyrir öllu!

Hvernig fannst þér Uncharted?

Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Yay! Gjafakortaappsins.