Listen

Description

Hvað gerir Tölvuleikjaspjallið þegar við finnum út að þrír Íslendingar eru að framleiða leik útí Danmörku? Jú, við drögum þá á Discord og fáum þá til að segja okkur frá öllu saman! 
Þáttur vikunnar er helgaður tölvuleikjaframleiðandanum RunicDices, en við tókum viðtal við Leó, Villa og Axel sem eru búsettir í Danmörku.  
Fyrsta verkefnið þeirra, leikurinn Nanokings, er enn á framleiðslustigi en um helgina voru þeir með pre-alpha test þar sem nokkur gátu spilað hluta af leiknum og komið með athugasemdir. Að sjálfsögðu fengu Arnór Steinn og Gunnar að prófa (en ekki hvað ...) og þetta í stuttu máli alveg skítlúkkar! 
Við spilum viðtalið í heild og svo ræðum við stuttlega hvað okkur fannst um það sem við fengum að spila.  
Endilega tjékkið á RunicDices með því að fylgja þessum hlekk (https://linktr.ee/nanokings), þar sem þið getið skoðað vefsíðuna þeirra og gengið til liðs við Discord rásina þeirra! Þar er hægt að spjalla við framleiðendurna og fylgjast með öllum fréttum af leiknum. 
Einnig vekjum við athygli á tilvonandi Kickstarter fjáröflun hjá fyrirtækinu, þann hlekk má finna hér: https://www.kickstarter.com/projects/runicdices/nanokings
Takk kærlega fyrir viðtalið, okkur hlakkar mjög mikið til að sjá meira! 
Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Yay! Gjafakortaappsins.