Auðvitað gerum við þátt um einn stærsta leka tölvuleikjasögunnar! Hvað haldiði að við séum?
Arnór Steinn og Gunnar kryfja myndefnið sem var lekið um daginn og reyna að sjá hverju má við búast í næstkomandi Grand Theft Auto leik. Rockstar er á fullu að fjarlægja allt sem tengist lekanum af netinu, þannig að það verður erfiðara og erfiðara að finna góð myndbönd til að horfa á.
Við tölum um byssur, bíla, persónur, umhverfi, borgir, hugmyndir og margt, margt fleira. Við komum líka með okkar eigin kenningar út frá því sem við sáum.
Fylgdist þú með fárinu í kringum lekann? Eykur þetta spennuna eða ekki?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Hringdu.