Þriðja árið okkar í loftinu er liðið og við erum í banastuði!
Þetta er búið að vera algjörlega frábært ár í alla staði, fullt af geðveikt skemmtilegum leikjum sem hafa vakið athygli og aðrir sem hafa mögulega flogið undir radar hjá okkur flestum.
Arnór Steinn og Gunnar taka saman allt sem gerðist á árinu. Við skoðum hvaða leikir komu út, hvað við vorum að spila, hvað vakti lukku og hvað endaði í krukku, ásamt því að velja okkar topp 10 lista yfir árið. Það veit auðvitað enginn hvaða leikur er í fyrsta sætinu hjá okkur báðum.
Í lokin förum við yfir hvað er væntanlegt árið 2023. Fjandinn hafi það, þar er SLATTA að finna!
Hvað fannst þér um árið 2022, tölvuleikjalega séð? Hvað var gott, hvað var slæmt? Ef það er eitthvað sem við algjörlega gleymdum að fjalla um sem gerðist á árinu, látið okkur vita!
Við hjá Tölvuleikjaspjallinu þökkum ykkur kærlega fyrir hlustunina og stuðninginn. Við værum ekki að þessu án ykkar. Haldið áfram að vera frábær og við munum gera okkar besta.
Takk, við elskum ykkur öll!
Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.