Þið spurðuð svo við svörum!
Í þætti vikunnar tökum við saman helstu og eftirvæntustu leiki ársins.
Nú þegar eru komnir út Forspoken og Dead Space endurgerðin, og mörg ykkar eru komin með Hogwarts Legacy í hendurnar. Árið byrjar heldur betur sterkt og það er NÓG eftir!
Atomic Heart, Wo Long, Jedi Survivor, Resident Evil 4 Endurgerðin, Legend of Zelda: Tears of the Kingdom, Spider-Man 2 og Starfield svo fátt eitt sé nefnt.
Arnór Steinn og Gunnar ræða það sem við vitum um þessa leiki og tala um hvað þeir hlakka mest til.
Hvaða leikur af þessum er efstur á listanum hjá þér? Endilega segðu okkur frá því!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.