Kjúklingarnir í Tölvuleikjaspjallinu hentu sér að sjálfsögðu í endurgerðina á einum áhrifamesta hryllingsleik okkar tíma!
Dead Space er til umræðu og HVÍLÍK umræða! Arnór Steinn er mega pepp í leikinn en Gunnar er það alls, alls ekki.
Við förum yfir söguna, karakterana, spilunina og margt fleira í stútfullum þætti. Við þurfum því miður að spilla fyrir sögunni og öðrum smáatriðum í þættinum.
Tölvuleikjaspjallið (tja, allavega annar okkar) mælir hiklaust með þessum frábæra leik.
Er Dead Space endurgerðin í þínu safni? Fannst þér þetta næg framför á upprunalega leiknum?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.