Við höldum áfram umfjöllun okkar um nýja tölvuleiki á árinu. Í þetta sinn er það ATOMIC HEART, umdeildur og áhugaverður leikur sem lenti í hillum fyrir dottlu síðan.
Þú stjórnar hermanninum P-3 í gegnum heim sem er innblásinn af Bioshock og Fallout, þar sem vélmennaháð samfélag þarf að takast á við það að vélmennin eru allt í einu ekki lengur með samfélaginu í liði.
Arnór Steinn og Gunnar ræða allt saman, spilun, sögu, karaktera, útlit og fleira. Það er allavega um margt að ræða; spurningin er einföld: Er leikurinn nógu góður?
Hvað finnst þér, kæri áhorfandi og hlustandi? Er Atomic Heart málið? Eða er hann annar leikur á nýju ári sem er ekki alveg að gera sig?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.