Listen

Description

Einn, yfirgefinn einhvers staðar á Spáni, með byssu og hníf. Leon Kennedy hefur aldrei liðið betur.

Í þætti vikunnar tökum við fyrir allt um Resident Evil 4 endurgerðina! RE sérfræðingur Tölvuleikjaspjallsins, hann Daníel Óli, mætti í sett til að hjálpa okkur að fara yfir þennan ágæta leik.

Sá kom upprunalega út árið 2005 en kom út um daginn, endurgerður frá toppi til táar.

Við ræðum allt um þennan ágæta leik, spilun, karaktera, wackiness og margt fleira.

Er þetta góð endurgerð? Er búið að taka of mikið úr gamla í burtu, eða er þetta hæfilegt magn af kjánaskap í bland við góða spilun?

Þið megið endilega segja ykkar skoðun á Resident Evil 4 Endurgerðinni! Sendið okkur skiló og við tökum spjallið.

Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.