Listen

Description

Hefur þú það sem þarf til að sigra þungvopnaðan sértrúarsöfnuð?

Í þessum þætti ræða Arnór Steinn og Gunnar leikinn Far Cry 5. Hann fylgir svipuðu þema og fyrri leikir, þar sem leikmaðurinn þarf að frelsa stórt svæði frá einhverjum hópi. Þessi leikur, ólíkt hinum, gerist í Bandaríkjunum, á meðan fyrri leikir gerðust á mjög framandi svæðum. Sögusviðið er Hope sýsla í Montana ríki. Þar hefur öfgatrúarhópurinn Project at Eden‘s Gate tekið yfir allar hliðar samfélagsins og einokað íbúa frá umheiminum. Þú stýrir lögreglumanni eða konu sem þarf að leiða byltingu gegn hópnum og frelsa sýsluna. 

Leikurinn býður upp á fjölbreytt úrval vopna, ökutækja og bardagamann sem geta slegist í för með þér. Leikurinn fékk ágæta dóma en var þó smá umdeildur. 

Arnór og Gunnar ræða allar hliðar leiksins (enda er þátturinn aðeins lengri en venjulega) og aðeins um Far Cry seríuna í heild. Þátturinn er ekki alveg spoiler-free. Við kjöftum ekki frá endinum en við tölum frekar mikið um aðra sögupunkta í leiknum sem ekki allir vilja endilega heyra. 

Hvað fannst þér um Far Cry 5? 

Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!