Hver er hryllilegasta tölvuleikjaupplifunin þín?
Þetta er ein af mörgum spurningum sem Arnór Steinn og Gunnar spyrja hvern annan í þessum fyrsta HREKKJAVÖKUSÉRÞÆTTI TÖLVULEIKJASPJALLSINS! Eins og alþjóð veit þá eru þeir báðir algerir aumingjar og kjúklingar og þora ekki að spila neina hryllingsleiki. Samt spjalla þeir um sínar upplifanir af hryllingsleikjum (sem eru furðulega margar miðað við kjúklingaskapinn í þeim), almennt um af hverju fólk spilar hryllingsleiki og líka um þá skoðun að hryllingsleikir bera að einhverju leyti ábyrgð á streymara-sprengingunni sem hefur átt sér stað síðustu ár.
Tölvuleikjaspjallið óskar hlustendum og öllum öðrum gleðilegrar hrekkjavöku! Haldið ykkur heima og þvoið ykkur um hendur!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!