Listen

Description

Eins og einhver orðaði það, þá er þetta eini hryllingsleikurinn þar sem ÞÚ ert hryllingurinn. 

Já heldur betur, í þessum samstarfsþætti við Elko Gaming ætlum við að ræða þrekvirkið Arkham Asylum sem kom út árið 2009. Leikurinn sló algjörlega í gegn en þar fær maður að stýra Batman í þriðju persónu um Arkham eyju og Arkham geðspítalann. Jókerinn hefur náð völdum og þú þarft að nýta öll vopn í búri Blökunnar til að leysa ráðgátur vondukallanna ásamt því að berja algjörlega úr þeim líftóruna. 

Hér er einnig um að ræða fyrsta leikinn sem notaði svokallað "free-flowing" bardagakerfi en það er næstum því einsdæmi ef tölvuleikir í dag nota ekki það kerfi. 

Arnór Steinn og Gunnar spiluðu leikinn (í ræmur) og ræða allt um hann hér. Hvað fannst þér um Arkham Asylum? 

Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!