Listen

Description

Hversu mikið langar þig til að fljúga X-Wing eða Tie Fighter og fljúga um geiminn? Núna er það hægt! 

Í þessum samstarfsþætti við Elko Gaming ræðum við um Star Wars Squadrons! Hann kom út fyrir stuttu síðan og þar er spilað geimflaugabardaga í fyrstu persónu! Það hljómaði spennandi þegar við töluðum stuttlega um það í síðasta Stjörnustríðsþætti (númer 7) og það hljómar spennandi núna! Leikurinn gerist stuttlega eftir atburði Return of the Jedi og uppreisnarherinn hefur breyst í Nýja Lýðveldið. Veldið er enn til staðar þrátt fyrir að Palpatine keisari sé dauður. 

Þú velur þér tvær spilanlegar persónur, eina í liði Nýja Lýðveldisins og eina í liði Veldisins. Sagan skiptist á milli þessara tveggja sjónarhorna og maður flýgur fjórum geimflaugum hjá hvorri hlið. 

Arnór Steinn og Gunnar ræða hér leikinn í þaula, bæði söguna og multiplayer hliðina. Hvað fannst þér um Star Wars Squadrons? 

Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!