Listen

Description

Tölvuleikjaspjallið kveður árið 2020 með stæl! 

Rúmlega tveggja klukkustunda þáttur þar sem farið er um VÍÐAN völl og ýmsir hlutir ræddir í þaula! Arnór Steinn og Gunnar ræða hvernig það var að byrja hlaðvarp um tölvuleiki og söguna á bak við „heimastúdíóið“ hans Arnórs. 

Við ræðum okkar uppáhalds þætti og alla þá leiki sem við höfum spilað á árinu, bæði nýja og eldri. Við tókum líka smá spurningakeppni úr þeim leikjum sem við höfum fjallað um ásamt því að svara spurningum hlustenda í "beinni!" Við ræðum stuttlega framtíðina, hvað við ætlum að gera árið 2021 og margt, MARGT annað! 

Tölvuleikjaspjallið þakkar hlustendum fyrir ótrúlega gott ár, við þökkum líka Elko, Le Kock og Podcaststöðinni fyrir ótrúlega fallegt og gott samstarf. Segjum bless við þetta kúka ár og óskum hlustendum og ekki-hlustendum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári!

Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!