Hvað gerir góði kallinn þegar markmiði hans er náð?
Í þessum lokaþætti okkar um Return to Arkham seríuna fjöllum við um Batman: Arkham Knight! Þessi frábæri leikur gerist níu mánuðum eftir atburði Arkham City. Hér þarf Blakan að kljást við hinn ógnarlega Scarecrow sem hefur hrætt líftóruna úr Gotham borg og hyggst gera allt sem hann getur til að sýna umheiminum að Batman er bara lítil og hrædd manneskja. Með honum í liði er hinn dularfulli Arkham Knight.
Batman þarf bæði að sigrast á Scarecrow en einnig þarf hann að leysa ráðgátuna um Riddarann ... hver er hann og hvernig þekkir hann Batman svona vel? Við tökum það fram að þátturinn er ekki laus við spoilera! Arnór Steinn og Gunnar ræða lokakaflann, kostina og gallanna, karakterana og umhverfið.
Hvað fannst þér um Arkham Knight? Fílaðir þú bílinn eða ekki?
Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!