Listen

Description

Eitt af markmiðum Tölvuleikjaspjallsins er að rannsaka tölvuleikjamenningu Íslendinga. 

Í þessum þætti uppfyllum við hluta af því markmiði OG gerum eitthvað sem er einstakt áhugamál þáttastjórnenda; Rannsökum gælunöfn (e. nicknames/nicks) Íslendinga í tölvuleikjum. Þau geta komið hvaðan sem er. 

Arnór Steinn (keisaritunglsins) og Gunnar (Bismark) ræða meðal annars sín eigin gælunöfn og hvaðan þau koma. Við förum svo yfir hluta af niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var á Facebook í upphafi janúar – en þar spurðum við fólk einfaldlega um að segja okkur söguna á bak við þeirra gælunafn. Rúmlega 280 manns svöruðu (!!!) sem þýðir að við náum ekki að koma öllu fyrir í einum þætti. 

Planið er því að flokka gagnasafnið aðeins og gera bara fleiri þætti svo við náum að fara yfir það allt saman. Þið eruð öll snillingar, takk alveg æðislega fyrir þátttökuna!

Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!