"Remember that money, jobs, even best pals will come and go. But family? Family is forever."
Í þessum samstarfsþætti við Elko ræða Arnór Steinn og Gunnar endurgerðina á Mafia sem kom út árið 2002. Þessi leikur hefur verið gerður frá toppi til táar upp á nýtt og það sést heldur betur á öllum hliðum leiksins. Við ræðum söguþráðinn að einhverju leyti en við spillum ekki fyrir endinum né neinum mikilvægum sögupunktum, þannig að þú getur hlustað á þáttinn og spilað leikinn eftirá.
Við ræðum bílana, erfiðleikastigin, gunplay og allt mögulegt. Við erum nokkuð sammála um að þetta er mjög góður leikur og við mælum klárlega með honum. Við þökkum Elko alveg kærlega fyrir eintak af leiknum og hlökkum til að spila fleiri Mafia leiki!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!