Loksins loksins!
Eftir margra mánaða bið þá er Gunnar byrjaður að spila Overwatch! Við ræddum leikinn aðeins fyrst í viðtalinu okkar við streymarann Jönu Sól, en nú gerum við sér þátt. Hér ræðum við aðeins hvernig Gunnari hefur gengið að byrja og Arnór Steinn kemur með nokkur góð ráð. Þeir fara yfir hetjurnar, game modes og alls kyns gúmmelaði.
Við hlökkum til að fjalla frekar um Overwatch, þar á meðal Overwatch League sem fer í gang aftur í apríl og auðvitað Almenna Bikarinn á Íslandi!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!