Listen

Description

Það styttist í að ein skemmtilegasta rafíþróttadeild heims - Overwatch League - fari í gang og því ákváðum við að henda í smá upphitunarþátt! 

Þetta verður fjórða tímabil deildarinnar og spennan magnast. Eins og er með allar rafíþróttir þá eru liðin fjölbreytt og með sín einkenni. Þó þau séu mis góð eða léleg þá er um að ræða bestu spilara heims í téðri íþrótt og það getur ALLT gerst! 

Við bjóðum velkominn sérstakan Overwatch League sérfræðing Tölvuleikjaspjallsins Jón Pálsson velkominn! Hann fræðir Arnór Stein og Gunnar um sögu deildarinnar, liðin, leikmennina og hvernig þetta hefur farið síðustu ár. 

Ef þú hefur aldrei horft á Overwatch League þá er algjörlega málið að byrja núna.

Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!