Listen

Description

Þann fyrsta júlí árið 2020 gáfu tveir ungir drengir, með ekkert nema hljóðnema og draum, út þátt um tölvuleiki. 

Nú í dag, fjörutíu og níu þáttum síðar, eru þeir búnir að halda sig við öll markmið sem þeir settu sér og gera meira en það! Vikulegir þættir, góð samskipti við hlustendur, spons, fjölbreytt efni svo fátt eitt sé nefnt. 

Í þessum fimmtugasta (!!!) þætti Tölvuleikjaspjallsins ræða Arnór Steinn og Gunnar sína topp fimm nostalgíuleiki. Það geta verið leikir sem þeir tengja einhverja sérstaka minningu við eða eru úr æsku. Þetta verður allavega fjölbreytt. Þeir fara líka yfir nokkra uppáhalds nostalgíuleiki hlustenda! Við viljum einmitt þakka þeim alveg sérstaklega mikið fyrir, án ykkar værum við ekki að þessu.

Haldið áfram að vera frábær og við höldum áfram að gera þætti! Einnig viljum við þakka Podcaststöðinni, Elko Gaming og Le Kock fyrir að halda þessu gangandi með okkur!