Í þessum samstarfsþætti okkar við Elko Gaming ætlum við að fjalla um leikinn OUTRIDERS. Um er að ræða nýjan co-op action RPG loot shooter (reyndu að segja það tíu sinnum hratt) frá pólska fyrirtækinu People Can Fly.
Hér stjórnar leikmaður einum svokölluðum Outrider, sér þjálfuðum hermanni sem fer ásamt 500.000 eftirlifandi jarðarbúum til plánetunnar Enoch. Eins og má svo sem reikna með þá fer allt til fjandans, og þú, eftir að hafa valið á milli fjögurra mögulegra klassa, þarft að drepa allt í kringum þig. Það er hægt að spila einn en co-op er mjög skemmtileg leið til að komast áfram og þróa karakterinn þinn.
Arnór Steinn og Gunnar spiluðu leikinn saman og hafa margt um hann að segja. Í stuttu máli er þetta skemmtilegur og spennandi skotleikur með ótrúlega áhugaverðu class kerfi, sem verður bara erfiðari og skemmtilegri með hverjum bardaganum. Í lengra máli ... tja ... hlustið bara á þáttinn!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!