Listen

Description

Gátu kjúllarnir í Tölvuleikjaspjallinu klárað Resident Evil Village?

Það gátu þeir sko heldur betur, en það þurfti að þvo allar buxur á báðum heimilum eftir á. Í þessum stútfulla samstarfsþætti okkar við Elko Gaming ræðum við allt sem hægt er að ræða um nýjasta Resident Evil leikinn, VILLAGE.

Arnór Steinn og Gunnar spiluðu hann í gegn og taka allt saman fyrir. Þeir ræða söguna, persónurnar, spilunina og alla upplifunina af þessum hryllings-spennuleik. Við ræðum þetta allt án þess að spilla neinu, en það er sérstakt SPOILER SVÆÐI frá 1:02:27 til 1:18:37.

Ekki nóg með það, þá tók Arnór stutt viðtal við eina Íslendinginn sem starfar hjá Capcom og kom að gerð leiksins, en það er Vilhelm Smári Ísleifsson! Hann segir okkur frá því hvernig það er að vinna hjá japönsku leikjafyrirtæki og við spjöllum aðeins um leikinn.

Takk Elko Gaming fyrir þennan samstarfsþátt, takk Vilhelm fyrir skemmtilegt viðtal og takk hlustendur! Án ykkar værum við ekki svona hugrakkir.