Listen

Description

Hvað fáum við út úr því að safna afrekum og bikurum (e. achievements, trophies) í tölvuleikjum? Er það bara söfnunarárátta? Eða er það leið tölvuleikjaframleiðenda til að veita okkur spilunarefni umfram aukaefni?

Þetta eru á meðal þeirra spurninga sem Arnór Steinn og Gunnar reyna að svara í þætti vikunnar. Þeir fara saman yfir sögu afreka í tölvuleikjum, sem nær alla leið aftur til ársins 1977 (!!!), telja upp nokkur eftirtektarverð afrek, hvort sem þau eru fyndin, skrýtin, ómöguleg eða bara of einföld. 

Í síðasta hlutanum ræðum við niðurstöður könnunar sem við lögðum fyrir notendur Tölvuleikjasamfélagsins og Tölvuleikir - Spjall fyrir Alla hópana á Facebook. Þar spurðum við einfaldlega hvers vegna fólk safnar afrekum og um þeirra erfiðustu afrek.

Þátturinn er í boði Elko Gaming og Le Kock!