E3 gefur tölvuleikjaunnendum árlega það sem þau hafa ekkert við að gera; tóm loforð, ýkta trailera og alls konar óvænt rugl sem er sjaldan eitthvað sem fólk er að bíða eftir. Var árið í ár einhver tilbreyting?
Ef til vill að einhverju leyti, því að í þetta skiptið var hægt að horfa á allt heila klabbið á netinu! Hátíðinni var dreift yfir nokkra daga og allt saman sýnt beint á YouTube og öðrum streymisveitum.
Tölvuleikjaspjallið fylgdist með og kemur með samantekt á þessu helsta fyrir ykkur yndislegu hlustendur. Var eitthvað sem kom á óvart á E3 í ár?