Listen

Description

Fyrir sirka fimmtíu þáttum síðan ræddu Arnór Steinn og Gunnar stuttlega um leikinn The Outer Worlds. Í þætti vikunnar gera þeir það aftur. Bara betur. Ójá.

The Outer Worlds er einn af bestu leikjum síðustu ára að mati vina ykkar hjá Tölvuleikjaspjallinu. Hér ræðum við hann í þaula. Allt saman. ALLT! Plottið, baksöguna, vopnin, spilunina, krúið, skipið, pláneturnar, fagurfræðina og hvaðeina.

Hvaða ákvörðun tók Gunnar sem skar Arnór inn að beini? Þið komist að því með því að hlýða á fögur orð okkar um þennan frábæra leik.

Þar sem þetta er í annað skipti sem við ræðum leikinn þá leyfum við okkur að tala frjálslega um söguna og aðra hluti, þannig að það er nokkuð stór höskuldarviðvörun með þættinum.

Ef þú, kæri hlustandi, ert ekki búinn að spila Outer Worlds þá skaltu gera það eins og skot. Við mælum hiklaust með.

Þátturinn er í boði Elko Gaming.