Listen

Description

Ef fyrri Mass Effect leikurinn gerist á umrótstímum, þá gerist þessi í ótömdum glundroða. Hér ræða drengirnir einhvern besta leik sem komið hefur út – Mass Effect 2.

ALLT bættist við gerð þessa leiks. Sagan varð dýpri, auka missions urðu fjölbreyttari og skemmtilegri, fleiri karakterar, skemmtilegra díalóg, bíl helvítið farið til andskotans, Garrus á sínum stað og allt í hvínandi botni.

Arnór Steinn og Gunnar fara í saumana á leiknum, með það að markmiði að ræða hið goðsagnakennda suicide mission sem breytir upplifun leiksins algjörlega. Þegar maður veit í hvað stefnir ... þá er erfitt að pæla ekki í því.

Við tökum fyrir karakterana, spilunina, muninn á númer eitt og tvö og auðvitað ræðum við skemmtilegasta mini-leik sem komið hefur á sjónarsviðið.

Hvað fannst þér um Mass Effect 2? Hlustaðu á þáttinn og segðu okkur hvað þér finnst!

Þátturinn er í samstarfi við Elko Gaming.