Hvernig treður maður einum stærsta leik allra tíma í einn þátt? Stutta svarið er: það er ekki hægt. Tölvuleikjaspjallið ákvað því að gera marga.
Já börnin góð, þáttur vikunnar er tileinkaður meistaraverkinu WITCHER 3. Þar sem Gunnar er nýbyrjaður að spila leikinn og við höfum ekki beint tíma til að eyða öllum okkar tíma í einn leik (við erum að spila svona þúsund) þá verður formattið svona: Gunnar klárar einn og einn kafla og segir Arnóri Steini hvernig gengur. Arnór hefur spilað leikinn og þekkir eins og handarbakið á sér.
Í þessum þætti förum við yfir grunn þætti leiksins, bardagakerfi, RPG elementa og fleiri.
Svo ræða þeir hvernig Gunnari gekk að skríða í gegnum drullupollinn sem er Velen. Hann er kominn í Novigrad og segir Arnóri frá reynslunni.
Ef þið eruð ekki búin að gera ykkur grein fyrir því núna þá er þessi þáttur stút fullur af Witcher 3 spoilerum.
Þátturinn er í boði Elko Gaming.