Fyrsta mynd hins nýja árs er hin hrikalega lélega Assassin's Creed frá 2016. Hvers vegna í ósköpunum þessi mynd var gerð á þennan hátt er óvíst, en víst er að Arnór Steinn og Gunnar horfðu á alla myndina og ræða hana hér.
Michael Fassbender fer með aðalhlutverk sem bæði Callum Lynch og forfaðir hans Aguilar de Nerha. Hann fær það verkefni frá Abstergo samsteypunni að andskotast í líkama forföður síns og finna Epli Eden til að bjarga heiminum, eða eitthvað.
Strákarnir ræða söguna, karakterana og margt, margt fleira. Við tökum einnig fyrir hvaða Assassin's Creed leik við værum persónulega til í að sjá sem mynd.
Hefur þú séð þessa mynd? Hvað fannst þér? Endilega vertu í bandi og segðu okkur frá!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.