Hvað nákvæmlega er opinheimsleikur?
Strákarnir hafa oftar en tíu sinnum lýst yfir aðdáun sinni á slíkum leikjum og því var upplagt að gera þátt sem er algjörlega helgaður þeirri umræðu. Við spyrjum nokkurra spurninga, þá helst:
Hvað einkennir góðan opinheimsleik?
Eru þeir allir eins?
Arnór Steinn og Gunnar skoða sögu leikjastefnunnar stuttlega og fara svo í umræður. Nokkrir leikir breyttu forminu og byltu því. Sumir leikjaframleiðendur hafa bókstaflega sett út sama leikinn í nokkuð mörg ár.
Strákarnir eru ekki alveg sammála, en þið megið endilega hlusta og segja okkur hvað ykkur finnst!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.