Listen

Description

Hildur Brynja sagði sína sögu í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild.

Hildur Brynja er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, en hefur ekki getað starfað við það síðan Íris Embla kom í heiminn fyrir níu árum síðan. Íris Embla er í hjólastól og er ómálgug og þarf því að tjá sig með öðrum hætti.

Sjálf gæti Hildur Brynja hugsað sér að vinna til dæmis 20 prósent starf við það sem hún er menntuð í og þannig viðhaldið þekkingunni og tekið meira þátt.

„Þú getur fengið þessar foreldragreiðslur en þær setja þig algjörlega á hilluna. Þá getur þú ekki unnið með þeim og þú getur ekki farið í skóla eða einn kúrs eða eitthvað sem þú gætir mögulega gert þér til uppbyggingar.“



sjá grein hér á vísir.is :

https://www.visir.is/g/20202037924d/sett-a-hilluna-og-geta-ekki-farid-i-hlutastarf-eda-nam