Krakkarnir eru komnir tilbaka úr sumarfríi og ekki vantar hitamálin.
Fórum yfir bakslagið sem er að eiga sér stað í hinsegin baráttunni í þjóðfélaginu í dag.
Óli fór á Burning man á sínum tíma og sagði frá þeirri svaðilför.
Natalie og Óli sögðu sögur úr persónulega sarpinum.
Beðmál í borginni og bareignir í Hollywood var rætt.
Stephen King hlustar á mjög skrýtið lag á meðan hann skrifar sínar bækur sem endaði næstum með hjónaskilnaði. Þetta er lítið brot af því sem var rætt í þættinum.