Listen

Description

Í þessari viku mætti Höskuldur Birkir Erlendsson í Hylinn. Höski er mikið ljúfmenni og náttúrubarn. Blanda rennur í bakgarðinum hjá okkar manni og er hún óhjákvæmilega rauðu þráðurinn í okkar spjalli. Þó ferðumst við víðar, Laxá í Ásum og Víðidalsá fá heimsókn auk annara ár svæða. Höski hefur gott lag á að segja skemmtilegar veiðisögur og naut ég þess í botn að tala við kauða. Njótið !
Hylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. Doddi og Gunni standa sveittir í því að stækka búðina og er hún því lokuð um sinn. Eins og í öllum stór framkvæmdum þá drógust þær aðeins á langinn og stefnt á opnun á stærri og glæsilegri búð um miðjan febrúar.
https://veidifelagid.is/

Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Fylgið þeim endilega á facebook þar sem þeir eru duglegir að henda inn bestu bitunum.
https://www.facebook.com/bilasalareykjaness

Jack and Jones og Selected búðirnar í Kringlunni og Smáralind standa með okkur og sjá til þess að við séum sæmilega til fara. Svona fyrir þessar fáu stundir sem maður fer úr vöðlunum.
https://bestseller.is/
Hljóðbrot eftir: Sindra Snær Harðarson  
Instagram Hylsins - https://www.instagram.com/hylurinn_hladvarp/
Facebook hópur Hylsins - https://www.facebook.com/groups/399717388108132