Kristján Þ. Halldórsson spjallar við Ölfu og Laufeyju um lífið á landsbyggðunum og verkefnið Brothættar byggðir.
„Atvinnutækifærin hafa horfið án þess íbúar hafi fengið rönd við reist og án þess að þeim hafi verið bætt það tjón sem felst í hnignun þessara byggðarlaga. Eignarverð hrynur og atvinnan hrynur og menn sitja eftir með frekar þrönga stöðu. Hinsvegar felast mikil verðmæti í að viðhalda þessum byggðum, til dæmis í ferðaþjónustu eða framtíðarnýtingu auðlinda, og til dæmis í menningunni og fjölbreytninni sem við höfum í byggðum um allt land. Stjórnvöldum ber skylda til að rétta þessum byggðum hjálparhönd og gera allt sem hægt er að gera til að stuðla að áframhaldandi blómlegri byggð.“