Guðbjörg og Anna Lilja ræddu við Agnesi Arnardóttur verkefnastjóra Brothættra byggða á Þingeyri. Þingeyri og nærsveitir við Dýrafjörð hófu göngu sína í Brothættum byggðum á árinu 2018 og hlaut verkefnið heitið Öll vötn til Dýrafjarðar. Fjallað var um hvernig verkefnið hefur gengið og á hvaða hátt það hjálpar til við uppbyggingu.
"Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup og við erum að reyna að sá fræjum og reyna að hlúa að þeim sprotum sem koma þar upp"