Listen

Description

Laufey og Alfa settust niður með tónlistarmanninum Svavari Knúti og spjölluðu um landið og listina, litlu samfélögin og aðgengi að menningu. Svavar Knútur hefur sterkar tengingar til landsbyggðanna, er alinn upp í sveit og hefur verið á sjó þó hann búi í borginni. Svavar Knútur fékk nýverið listamannalaun sem hann ætlar að nýta til að heimsækja Brothættar byggðir og spila fyrir fólkið þar. Verkefnið kallar hann Fámennt en góðmennt.

„Pælum bara í 100-300 manna samfélagi, Breiðdalsvík eða Raufarhöfn t.d., fólk hefur staðið af sér ótrúlegustu storma. Og hefur með þrjósku og þrautseigju náð að halda lífi í litlu samfélagi. Bara það sem hver og einn leggur fram í þessu samfélagi er svo svakalegt. Í svona litlu samfélagi á Ströndum eða Vestfjörðum þá er hver og einn einstaklingur svo svakalega mikilvægur fyrir allt. Þú ert i leikfélaginu og líka í slökkviliðinu, þú ert í björgunarsveitinni og svo ertu líka trésmiðurinn eða kennarinn. Hver og einn einstaklingur er svo mikilvægur.“