Kjartan Ólafsson hefur um árabil komið að uppbyggingu fiskeldis hér á landi. Í ítarlegu viðtali ræðir hann um efnahagslegu áhrifin af þeirri uppbyggingu, hvaða áskoranir hafa orðið á vegi hennar, hvernig næstu ár geta litið út, fjárfestingar í greininni, af hverju neytendur ættu frekar að vilja eldisfisk frá Íslandi frekar en öðrum löndum sem standa í sömu starfsemi og fleira. Þá er einnig rætt um þá gagnrýni sem hefur komið fram á fiskeldi í opnum sjókvíum, muninn á eldinu á sjó og landi og annað sem snýr að þessari mikilvægu atvinnugrein.