Áttundi þáttur Alls ekki á ykkar vörum er kominn í loftið!
Við ræddum um hæfileika okkar í frisbí golfi (aðallega skort á hæfileikum Dóra samt), heimskulegar lögsóknir fólks á hendur fyrirtækjum, bann Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna við mentól sígarettum og aukningu í innflutningi smokka hér á landi árið 2020. Við kíktum aðeins í kommentakerfið, heimsmetahornið var á sínum stað og margt fleira í áttunda þætti Alls ekki á ykkar vörum. Missið ekki af honum!
P.S. Við vorum loksins með almennilegan búnað við upptökur svo nú heyrast okkar undurfögru raddir ennþá betur!