Listen

Description

Við fengum gest í þáttinn í fyrsta sinn, það er engin önnur en Lísa Rún, systir Jóns og barnsmóðir Dóra. Þátturinn var samt sem áður á alveg sömu nótum og venjulega. Við tókum aftur upp mál frá síðasta síðasta þætti um málsókn Stellu Liebeck gegn McDonalds útaf of heitu kaffi, kíktum í kommentakerfið eins og venjulega, ræddum algengar málfræði- og stafsetningarvillur, ræddum gamalt fólk á facebook og heimsmetahornið var á sínum stað. Þetta og margt, margt fleira í níunda þætti Alls ekki á ykkar vörum, missið ekki af honum!

P.S. Búið ykkur undir Grýluhlátur frá Lísu!