Í þessum þætti er fjallað um leiðsöguhunda. Heyrt var í nokkrum leiðsöguhundanotendum og þeir spurðir hvað hundarnir geri fyrir þau. Einnig er umfjöllun frá Þorkatli Steindal þar sem hann fer með hundinum sínum Gaur út í Kringlu. Þá umfjöllun er gott að hlusta á með heyrnartólum til að fá bestu upplifunina