Í þessum þætti fögnum við 85 ára afmæli Blindrafélagsins. Hlynur og Eyþór ræða við Gísla Helgason um Hamrahlíð 17, merkilega sögu hússins og þann stóra part sem það á í sögu Blindrafélagsins. Einnig ræða þeir merkilega biósýningu sem fram fór í tilefni afmælis Blindrafélagsins, þegar kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák var sýnd með sjónlýsingu. Einnig tók Már Gunnarsson frábært viðtal við Arnþór Helgason.