Í þessum þætti ræðum við um Hljóðbókasafn Íslands, förum yfir sögu þess og stofnun, hlutverk og fyrirkomulag, núverandi stöðu og yfirvofandi innleiðingu safnsins inn í Landsbókasafn Íslands ásamt Kvikmyndasafni Íslands. Viðmælendur í þættinum eru Gísli Helgason, félagsmaður í Blindrafélaginu, tónlistamaður og hljóðbókaútgefandi, Marín Guðrún Hrafnsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands og Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri félags lesblindra.