Í Hismi vikunnar tökum við 360 gráðu yfirferð yfir ástandið og ræðum meðal annars innkomu Björns Inga og Viljans á upplýsingafundi stjórnvalda, óvænt samstarf Frosta Sigurjónssonar og Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, fáum vandaða greiningu frá Árna á þeim tækifærum sem verða til staðar eftir faraldurinn, beiðni lögreglunnar á Suðurnesjum til glæpamanna, hvort smitrakningar-app stjórnvalda sé Stóri bróðir eða nauðsynlegt skref, ásamt ýmsu öðru.