Atli Fannar Bjarkason er gestur þáttarins að þessu sinni en Hismið hefur útnefnt sölu Atla á Nútímanum sem viðskipti ársins eftir harða samkeppni við sölu Kristjáns Loftssonar hvalveiðimanns á hlutabréfum í HB Granda. Farið er yfir gesti á Landbúnaðarsýningunni í Laugardal sem voru almennt ekki að borga í stöðumæli auk þess sem Árni segir sögu sína frá samskiptum við lögreglu á Sauðárkróki í sumar, eldræðu Þórarins Ævarssonar IKEA-manns, kaup ráðgjafa við braggann á snitzel og blómum, landtöku í Vesturbænum og lífið við Einimel, fínustu götu bæjarins.