Hismið snýr aftur í fyrsta þátti vetrarins, nú í eigin útgáfu. Farið er yfir mögulega atburðarrás helgarinnar, sem Hismið spáir að verði ákveðið throwback á hrunhelgina í byrjun október 2008 með mikið af Wow-air neyðarfundum, fólki að hlaupa milli bygginga og svo sameiginlegum fréttamannafundi Skúla Mogensen og Sigurðar Inga þegar allt verður farið í skrúfuna. Þá er farið yfir ógöngur viðskiptavina í verslunum, átök Margrétar Friðriksdóttur og Semu Erlu Serdar í sumar og hvað hafi orðið um íslenska landsliðið í fótbolta?