Listen

Description

Jakob Birgisson uppistandari er gestur þáttarins að þessu sinni og Grétar hringir inn, að þessu sinni frá Amsterdam. Farið er yfir það offramboð af hneykslismálum sem eru í gangi núna, allt frá Páli Óskari til Pírata með viðkomu hjá Páli Vilhjálmssyni á Moggablogginu, Siðferðisgáttina og uppgrip hjá siðfræðingum um þessar mundir, hlaðvarp þingmanna og hvort fleiri þingmenn þurfi ekki að fara að koma sér upp hlaðvarpi. Ný keiluhöll fyrir hipstera, maður sem kyrkti fjallaljón og hvernig sé best að bera sig að í frumskóginum ef kyrkislanga ræðst á þig.